Bandaríski rithöfundurinn Bret Easton Ellis er meðal áhrifamestu rithöfunda seinni tíma í Bandaríkjunum en hann er hvað þekktastur fyrir bókina Americvan Psycho sem var síðar gerð að kvikmyndinni. Á Íslandi er rekinn bókaklúbbur á fjarskiptaforritinu Zoom þar sem verk Ellis eru krufin til mergjar en við ræðum við mennina á bak við klúbbinn, York Underwood sem búsettur er hér á landi og Todd Michael Schultz, sem er kærasti og samstarfsmaður Ellis.
Í Lestinni í þessari viku ætlum við að kynnast nokkrum íslenskum tik-tokkurum, fólki sem hefur vakið athygli og náð vinsældum á samfélagsmiðlinum TikTok.
Í dag fáum við tik-tok grínistann Lil Curly í heimsókn.
Og við kynnum okkur algóryþmatrap en Nökkvi Gíslason, tónlistarforritari, sem hefur forritað algrím sem býr til trapptónlist frá grunni án nokkurrar aðstoðar frá mannlegum tónlistarmanni.