Í þætti dagsins heyrum við um nýja japanska sjónvarpsþætti sem byggja á þekktri manga-myndasögu og vísa í klassískt ævintýri Lewis Carroll. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í Alice in Borderland. Við hringjum til Beirut höfuðborgar Líbanon og fræðumst um stöðuna í listalífi þessarar annáluðu menningarborgar eftir að stór sprenging lagði stóran hluta hennar í rúst á síðasta ári. Hvernig hljómar Reykjavík? Julius Rothlander tónlistarmaður rannsakar hljóðmenningu heimaborgar sinnar, kirkjuklukkur, nagladekk og syngjandi stillansar koma meðal annars við sögu. Og við fræðumst um feminíska kvikmyndahátíð sem verður haldin í annað sinn í reykjavík um helgina. María Lea Ævarsdóttir, hátíðarstýra, heimsækir Lestina hér á eftir, en við ætlum að byrja á hljóðunum í borginni. Julius Rothlander tekur nú við.