Við heyrum í Íslendingi sem geymir einn af fjórtán lyklunum að internetinu. Nokkrum sinnum á ári þarf Ólafur Guðmundsson að mæta með lykilinn sinn í leikræna athöfn í hátæknilegu öryggisrými Virginíu eða Los Angeles til að tryggja áframhaldandi öryggi og framgang internetsins.
Allir geta fengið það en sumir meira en aðrir - þetta er yfirskrift opnunarfyrirlesturs Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur í fyrirlestrarröðinni Hinsegin Íslands í alþjóðlegu samhengi. Þetta ?það? sem allir geta fengið er alnæmi en í fyrirlestrinum fjallar Hafdís um alnæmisfaraldurinn á Íslandi í víðu sögulegu samhengi og rekur meðal annars orðræðu hans aftur til hernámsáranna.
Við fáum sendan pistil frá Akureyri. Anna Dóra Gunnarsdóttir fer að venju um víðan völl. Að þessu sinni veltir hún fyrir sér árstíðunum, segir frá húsnæðiskaupum, heitum sumardögum, bónusferðum og fisléttri ermalausri blússu.