Klónaðir hundar hafa nokkuð verið í umræðunni hér á landi eftir að fyrrverandi forsetahjón létu klóna sjálfan forsetahundinn Sám. Við ætluðum að kafa í sögu fyrsta klónaða hvuttans í einkaeigu en þess í stað festumst við í sögu eiganda hans. Sú er nokkuð æsileg og inniheldur meðal annars fegurðadrottningu og mannrán.
Við höldum áfram að skoða fyrirbærið innblástur hér í Lestinni. Að þessu sinni ræðir Anna Gyða Sigurgísladóttir við Ólaf Arnalds, tónlistarmann. Þögnin er meðal þess sem fyllir hann innblæstri, en henni er fagnað á árlegum degi þagnarinnar þar sem hann er búsettur hluta ársins í Indónesíu.
Og við ræðum við bræðurnar Egil og Bjarka Viðarssyni úr hljómsveitinni Andy Svarthol, en þeir halda útgáfutónleika til að fagna fyrstu breiðskífu sinni Mörur, á Hressingarskálanum á föstudag.