Við komum við á tökustað nýrra íslenskra sjónvarpsþátta sem Anítu Briem skrifar og leikur aðalhlutverkið í. Þættirnir eru sambandsdrama um langtímasamband og nefnist Svo lengi sem við lifum, Við skoðum leikmyndina og spjöllum við Anítu og leikstjórann Katrínu Björgvinsdóttur.
Við rennum til Argentínu og heyrum um mótmælamenningu landsins en undanfarið hafa farið fram kröfugögnur vegna banatilræðis gegn varaforseta landsins. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir fjallar um argentínska mótmælahefð.
Og við spjöllum við Unnstein Manúel Stefánsson um nýja tónlist frá honum og hlaðvarp sem fylgir með.