Meðal viðmælenda í þriðja þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1985 verður tekið fyrir, eru Richard Scobie, Kormákur Geirharðsson, Herbert Guðmundsson, Gunnar Þórðarson, Ragnar Gunnarsson, Eiríkur Hauksson, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Pjetur Stefánsson, Helgi Björnsson, Rúnar Þórisson, Eyþór Gunnarsson, Tómas Tómasson og Bubbi Morthens.
Boðið verður upp á tóndæmi með Mannakornum, Herbert Guðmundssyni, Grafík, Rikshaw, Gypsy, Drýsli, Skriðjöklum, Cosa Nostra, Fásinnu, Bjartmari Guðlaugssyni, Pétri Kristjánssyni, Smartbandinu, Bubba Morthens, Stuðmönnum, Gunnari Þórðarsyni, Agli Ólafssyni, Eiríki Haukssyni, Centaur, Oxzmá, Sverri Stormsker, Possibillies, Mezzoforte, SH Draumi, MegaKukli, CTV, Gísla Helgasyni, Hilmari Oddssyni, Diddú, Valgeiri Guðjónssyni, Rúnari Þór Péturssyni, Ladda, PS & Co, Magnúsi Þór Sigmundssyni, Leifi Haukssyni, Eddu Heiðrúnu Bachman og fjölmörgum öðrum flytjendum sem komu við sögu hér á landi 1984.
Umsjónarmaður er Gunnlaugur Jónsson og honum til aðstoðar eru Ásgeir Eyþórsson, Jónatan Garðarsson og Sigríður Thorlacius.