Ágætis byrjun hjá Sigur Rós vekur áhuga tónlistaráhugamanna út um allan heim. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður til og Quarashi heillar ameríska bransakarla.
Emilíana Torrini gerir plötu fyrir erlendan markað, Bellatrix og Coldplay túra saman um Bretaldseyjar en Selma Björnsdóttir er All Out Of Luck og lendir í öðru sæti í Eurovision.
Hljómsveitn Maus fellur að eyrum hlustenda, KK og Magnús eru kóngar í einn dag og Sálin hans Jóns míns snýr aftur, órafmögnuð.
Ensími vinnur með Steve Albini, Gus Gus liðum fer fækkandi eftir útkomu plötu númer tvö en Páll Óskar er Deep Inside og í djúpum skít fjárhagslega.
Skítamórall rúntar um á Rammsteinrútunni og Mínus rústar Músíktilraunum.
Árið er 1999
Sautjándi þátturinn í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum.
Meðal viðmælenda í sautjánda þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1999 verður tekið fyrir, eru Emilíana Torrini, Birgir Örn Steinarsson, Elíza Newman, Haraldur Gíslason, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Selma Björnsdóttir, Hreimur Örn Heimisson, Friðþjófur Sigurðsson, Árni Matthíasson, Kristinn Sæmundsson, Guðmundur Jónsson, Stefán Hilmarsson, Hrafn Thoroddsen, Franz Gunnarsson, Arnþór Örlygsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Baldur Stefánsson, Sölvi Blöndal, Einar Ágúst Víðisson, Gunnar Ólason, Herbert Viðarsson, Björn Stefánsson og Þorkell Máni Pétursson.