Í breska þinginu standa stjórnarflokkar og stjórnarandstaða andspænis hvorum öðrum og þingmann standa upp í sætum sínum til að halda ræður. Á Íslandi draga Alþingismenn um sæti, þeir sitja í hálfhring og vísa allir í átt að ræðupúltinu. í Slóveníu mynda þingmenn heilan hring til að tákna jafnrétti en í NorðurKóreu sitja þingmenn og horfa allir í eina átt, eins og börn í skólastofu, í átt að leiðtoganum. Í Lestinni í dag veltum við fyrir okkur arkitektúr valdsins með Andrési Inga Jónssyni þingmanni.
Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari lítur við. Hann segir frá ljósmyndaranum Robert Frank sem lést í gær, 94 ára að aldri. Bók Frank, The Americans, er tímamótaverk sem olli straumhvörfum í ljósmyndun.
Rapparinn Birgir Hákon hefur vakið nokkra athygli í íslensku rappsenunni að undanförnu en hann braust fram á sjónarsviðið í fyrra með laginu Sending. Í dag kemur út nýtt myndband við lagið Starmýri eftir Birgi Hákon og breiðskífa er væntanleg á næstu dögum. Þórður Ingi Jónsson hitti rapparann í hljóðveri í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann opnaði sig örlítið um vafasama fortíð sína.
Taylor Swift hótaði að fara í mál við Microsoft vegna spjallþjarkans Tay þar sem hún taldi sig hafa eignarrétt á nafninu. Full dramatísk viðbrögð gætu sumir sagt en annað kom á daginn. Spjallþjarkinn gerðist nefnilega nasisti.