Í síðustu viku kom út fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunnar Ástu Kristínar Pjetursdóttur. Hún hlaut íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra, frumraun hennar Sykurbað var valin besta platan í flokki þjóðlagatónlistar. Ásta sest um borð í Lestina, stærri og bjartari hljóðheiminn á nýju plötunni, um listræna úrvinnslu á andlegu ofbeldissambandi og það hvernig draumar sem rætast geta skilið mann eftir í lausu lofti.
Ásgeir H Ingólfsson, menningarsmyglari og kvikmyndarýnir Lestarinnar, tekur fyrir tvær myndir. Annars vegar mynd frá 2019 sem nú er í sýningum í Bíó Paradís, um síðasta svarta manninn í San Francisco, og hinsvegar glænýja íslenska mynd, Ölmu, örlagagasögu ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild.
Og við kynnum okkur íslensku bíóklassíkina á RÚV þessa vikuna, Land og synir eftir Ágúst Guðmundsson.