Lestin heldur áfram för sinni, aldarfjórðung aftur í tímann í örseríunni þegar Ísland hélt stórmót en að þessu sinni skoðum við menninguna í kringum HM í handknattleik 1995 - þann svip sem staður og stund setti á mótið. Við sögu koma meðal annars Diddú, Davíð Oddson, Kringlan, Café Reykjavík og svo lukkudýrið Mókollur.
Það er kannski skrítið að segja að ferskir vindar leiki um ástralska pönk tónlist, svona miðað við það hamfaraveður og elda sem geysa í álfunni, en engu að síður gerir Jóhannes Ólafsson þessa vinda og þróun þeirra að umfjöllunarefni sínu í dag. Síðasti áratugur hófst með hljómsveitum eins og Tame Impala og Pond sem ruddu sækadelíska braut fyrir rokkið og í dag hefur þróast þar „geggjað pöbbapönk“, eins og Jóhannes orðar það, með tilheyrandi möllettum og stælum.
Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur pistil að venju á þriðjudegi.