Fyrir síðustu helgi gaf tónlistarmaðurinn Auður út stuttskífuna Ljós, en útgáfan inniheldur eitt lag í fjórum köflum, hálfgerða svítu að sögn tónlistarmannsins. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í Ljós eftir Auð.
Í pistli sínum þessa vikuna veltir Halldór Armand fyrir sér heimi í handbremsu og fuglasöngn í háskerpu.
Heimildarþættirnir Tiger King hafa slegið í gegn á streymisveitunni Netflix að undanförnu. Þættirnir fjalla um dýragarðseigandann Joe Exotic, sem sérhæfir sig í stórum kattardýrum, og illvígar deilur hans við dýraverndunarsinnann Carole Baskin. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í þættina.
Og við rifjum upp hótun Taylor Swift gegn Microsoft, um málsókn vegna spjallþjarkans Tay sem gerðist nasisti.