Við kynnum okkur slæma kanínu: einn allra vinsælasta tónlistarmann heims um þessar mundir, hinn 26 ára Benito Antonio Martínez Ocasio frá Puerto Rico, sem þekktari er undir listamannsnafninu Bad Bunny.
Við förum niður í Hörpu, sem lengi hefur staðið lokuð og læst en er óðum að glæðast lífi, t.d. með söngleiknum Fimm ár sem frumsýndur var um helgina. Uppbygging hans er fremur óvenjuleg en sagan er sögð bæði í réttri og öfugri tímaröð.
Júlía Margrét Einarsdóttir flytur okkur sjónvarpspistil. Hún hefur haft augun á franska Netflix tryllinum Lupin.