Þann 23. mars 1983 voru lög um bann við ofbeldismyndum samþykkt. Tveimur árum síðar var birtur svonefndur bannlisti, með 67 kvikmyndum, sem ólöglegt var með öllu að dreifa eða sýna á Íslandi. Aðgerðirnar, ástæður þeirra og umgjörð voru róttækt inngrip í menningarneyslu þjóðarinnar að sögn Björns Þórs Vilhjálmssonar lektors sem fjallar um bannlistann og Kvikmyndaeftirlit ríkisins í nýjustu útgáfu Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunnar.
Laufey Haraldsdóttir, leikkona og uppistandari, heldur áfram að skoða menningarfyrirbærið meme í þriðja pistli af fjórum um grínmenningu internetsins veltir hún fyrir sér: af hverju eru meme fyndin?
Já, takk! nefnist nýjasta plata rafpoppsveitarinnar Sykur. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í tónlist sveitarinnar í Lestinni í dag.
En við byrjum á hvolfþaki dómkirkju heilags Páls í London.