Leikkonan geðþekka Betty White lést á gamlársdag en hefði orðið hundrað ára í dag hefði hún lifað. Við lítum yfir feril White sem er að sögn heimsmetabókar guinnes sá lengsti í sögu bandarísks kvenskemmtikrafts í Hollywood.
Við fáum sendan pistil frá Akureyri. Anna Dóra Gunnarsdóttir er að velta fyrir sér náttúruvernd og nýtingu. Hún veltir fyrir sér hvernig afstaða til endurnýtingar hefur breyst í gegnum tíðina.
Og við höldum áfram pælingum frá síðustu viku um heimsendabíómyndir. Við veltum fyrir okkur af hverju myndir sem stimplaðar eru heimsendamyndir sýna þó sjaldnast algjör endalok mannkyns eða lífs á jörðinni.