Við hringjum til Nairobi í Kenýa og ræðum við rapparann Lexa Picasso sem er þar búsettur um þessar mundir. Lexi bjó lengi í Atlanta höfuðborg rappsins í Bandaríkjunum og vakti mikla athygli þegar hann flaug í einkaþyrlu inn á sviðið í íslensku rappi árið 2016. Við ræðum við Lexa um lífið í afríku, um föðurhlutverkið og nýja plötu sem hann er að leggja lokahönd á, þar sem hann rappar í fyrsta skipti á hinu ástkæra ylhýra.
Frie mænd nefnist útskritftarverkefni leikstjórans Óskars Kristins Vignissonar úr danska kvikmyndaskólanum. Þessi hálftíma grínmynd um tvo lánlausa starfsmenn í fiskvinnslu í danmörku hefur verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en þetta er í fyrsta skipti í 18 ár sem nemandi úr skólanum fær inni á hátíðinni með útskriftarverkefni sitt. Við ræðum við Óskar í Lestinni í dag um Cannes, um danska kvikmyndaskólann og kúnstina að gera kómedíur.
Og við köfum ofan í eina af yfirstandandi sýningum safnasafnsins: sýningu tengda manni sem var ?biskup? yfir sjálfum sér, sýningu sem inniheldur bæði frímerkja mósaík og HM 95 trefil, sýningu sem fylgir dularfull ráðgáta sem safnstjórinn leitar svara við.