Konunglegi Ballettinn í Birmingham vinnur nú að ballett byggðum á lögum þungarokkssveitarinnar Black Sabbath. Nýr listrænn stjórnandi Ballettsins leggur upp með að vinna með menninguna á svæðinu og hefur áður sett upp City of a Thousand Trades, sem fjallar um innflytjenda- og iðnarsögu borgarinnar.
Hugarflug, ráðstefna Listaháskóla Íslands fer fram á föstudag 10. febrúar en opnunarhátíð er á fimmtudag. Yfirskrift ráðstefnunnar eða hátíðarinnar í ár er ?Margfeldi framtíða??. Í einum þessara fyrirlestra fjallar hópurinn Artists in Iceland Visa Action Group (AIVAG) um beitingu reglugerða varðandi vegabréfsáritanir og dvalarleyfi og áhrif þess á listræna starfsemi, menningarstofnanir og stöðu listamanna af erlendum uppruna á Íslandi. Bryndís Björnsdóttir og Megan Auður í AIVAG halda fyrirlesturinn en einnig verða einnig hvor með sína vinnustofu. Við heimsækjum Megan Auði á kaffistofu Höggmyndafélagsins.
Við lítum svo við í Gallerí Þulu á Hjartatorgi, þar stendur yfir sýning myndlistarmannsins Þorvalds Jónssonar, Hringiða. Þetta er skemmtileg og svolítið skrípó sýning þar sem fylgst er með sjö fígúrum, ævintýrum þeirra og lífshlaupi.