Í þessum þætti segir Sólrún okkur frá líkamsmyndar pælingum sínum í tengslum við brúðkaupið hennar. Kjóllinn, förðunin, sokkabuxurnar, brúðkaupsmyndirnar, útlitspressan og fleira og fleira. Brúðkaup geta haft mikil áhrif á líkamsmyndina og geta neikvæðar tilfinningar gagnvart útlitinu, sem mögulega hafa lengi legið í dvala, poppað upp. Elva reynir sitt besta að peppa Sólrúnu enda fyrrum brúður og tengir við margt sem Sólrún hefur áhyggjur af.
Lifið í lukku en ekki í krukku!