Síðasti Lestarþáttur fyrir páskafrí og ekki seinna vænna að ákveða hvað á að fara á fóninn um helgina. Kristján og Lóa velta fyrir sér páskatónlist. Mikið er til af klassískri páskatónlist en minna af popptónlist - eða hvað? Kanye West, Guðný María og Johnny Cash koma meðal annars við sögu
Við heyrum líka viðtal frá því í fyrra við Graveslime, sem er að gefa út meistaraverk sitt, Roughness and Toughness, á vínyl - 20 árum eftir að hún kom út. Plata sem hefur öðlast költstatus í íslensku þungarokki.
En við ætlum að byrja á pistli frá Hauki Má Helgasyni, rithöfundi. Í síðustu viku byrjaði hann pistlaröð sína um þá tækniþróun sem nú ryður sér rúms í samfélaginu, gervigreind og vitvélar. Þá fjallaði hann um lögmál Moores og sérstæðuna svokölluðu, singularity, en nú er hann með hugann við bók - sem strangt til tekið er ekki til - bókin um vélarnar, ímynduð bók inni í annarri gamalli bók.