Myndlistarmennirnir Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir hafa undanfarið mánuð eða svo verið að prenta myndir á hverjum degi, í Gryfjunni í Ásmundasal. Þær settu sér það markmið að prenta eina mynd hvor á dag. Útkoman verður svo gefin út í bókverki sem kemur út á næstu dögum.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar, þetta kemur fram í grein Arnórs Steins Ívarssonar í Kjarnanum, við ætlum að ræða við hann um streymisveitur og velta fyrir okkur áhrifunum sem samruni tveggja fyrirtækja gæti haft á sjónvarpsþáttaframleiðslu.
Ásgeir Ingólfsson flytur okkur pistil um heimildarmyndina The Killing of a Journalist, morðið á blaðamanni. Hann veltir fyrir sér hliðstæðu atburðanna sem myndin fjallar um og ákveðinna íslenskra fjölmiðlamála. Morðin sem myndin fjallar um urðu kveikjan að stærstu mótmælum Slóvakíu síðan Kommúnisminn féll.