Snorri Helgason veltir fyrir sér fólkinu sem lifir og starfar í Borgartúni á nýútkominni samnefndri plötu. Á tímapunkti sá hann lögin fyrir sér sem söngleikjalög, Borgartún: The Musical. Og hvað finnst Snorra um fólkið á íslenska Wall Street?
Fríða Þorkelsdóttir gaf út pínulitla bók í sumar sem heitir Fjölskyldusaga, bókin er nógu smá til að passa í lófa. Kristján Guðjónsson hitti hana í sumar og var viðtalið fyrst flutt í Tengivagninum.
Atli Bollason bindur hnút á pistlaröðina sína Ekki slá í gegn! Hvað snýst list og listsköpun um? Listin sem Atli sækir í gerir kröfu um að áhorfandinn staldri við.