Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Bridgerton, nýtt pólitískt kórrétt búningadrama frá Netflix, um ástir og örlög fína og fjölbreytta fólksins í London á 19. öldinni. Framleiðandinn, handritshöfundurinn og leikstjórinn Ryan Murphy er stundum kallaður valdamesti maður Hollywood. Hann vantar bara óskarsverðlaun upp á að EGOT-a, býr að ótakmörkuðu fjármagni til að glæða sínar villtustu fantasíur lífi, framleiðir ógrynni af efni og jafnvel skærustu stjörnur kvikmyndaheimsins hoppa á tækifærið til að vinna með honum. En hvernig getur efnið hans þá verið svona rosalega lélegt? Og við rýnum í lista helstu tónlistarfjölmiðla yfir bestu dægurtónlistina árið 2020, kynþáttapólitík og sumarbústaðablús koma meðal annars við sögu.