Halldór Armand flytur pistil úr sóttkví. Hann segir frá einum af sínum daglegu sóttkvíargöngutúrum eftir Sæbrautinni, en þar varð hann vitni að handahreyfingu sem reif gat í tjald tímans.
Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í tvær heimildarmyndir sem varpa ljósi á hið vaxandi stórveldi á sviði stjórn- og efnahagsmála, Kína. Þetta eru American Factory og One Child Nation.
Við kynnum okkur sögu kaffidrykkju í heiminum og hér á Íslandi. Rætt er við Már Jónsson, sagnfræðing.
Og við segjum frá persónulegri baráttu poppsöngkonunnar Britney Spears. Hún var svipt sjálfræðinu eftir ítrekuð taugaáföll fyrir rúmum áratug og hefur ekki enn endurheimt það aftur.