Óli Hjörtur Ólafsson rifjar upp ævintýralega heimsókn sína á Burning Man hátíðina í Nevada eyðimörkinni árið 2011. Hátíðin var mikið í fjölmiðlum undanfarnar daga en 72 þúsund hátíðargestir voru innlyksa á hátíðinni sökum rigningar. Rigningin hafði breytt uppþornuðum vatnsbotninum sem kallaður er Playa af hátíðargestum, í forarsvað sem ómögulegt var að keyra í.
Þórður Ingi Jónsson ræðir við samkvæmisdansarann Þorkel Jónsson sem búsettur í Los Angeles og við rifjum upp innslag frá því í ágúst í fyrra þegar Kristján Guðjónsson kynnti sér tilgang og virkni kveikjuviðvarana eða trigger warnings.