Í kvöld opnar splunkunýr veitingastaður í Reykjavík en reyndar lokar hann aftur aðeins fáeinum tímum síðar. Er einnar nætur gaman. Staðurinn mun bjóða fjögurra rétta matseðil þar sem aðalhetjan er melgresi. Lestin brunar niður í Hafnarhús og brögðum á þessu sérlega stórgerða og harðgerða grasi.
Kanadíski raftónlistarmaðurinn Caribou gaf nýlega frá sér tvö ný lög, hið síðara í síðustu viku, sem eru það fyrsta sem heyrist frá kappanum síðan rómantíska húsplatan Our Love kom út fyrir meira en fimm árum síðan. Laginu You and I fylgdi svo tilkynning um að von væri á breiðskífunni Suddenly í lok febrúar. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í fyrirboðann sem og fjölþættan feril Caribou í Lestinni í dag.
Fáar bækur hafa vakið jafn miklar umræður og viðbrögð á árinu og Öld eftirlitskapítalismans eftir bandaríska félagssálfræðinginn Shoshana Zuboff. Í bókinni heldur hún því fram að mannleg upplifun sé orðin að mikilvægustu auðlind 21. aldarinnar. Hún lýsir því hvernig tæknirisar á borð við Google og Facebook svífast einskis í stöðugt ítarlegri söfnun upplýsinga um alla okkar reynslu, og setur svo fram þær hættur sem ótæpileg gagnasöfnun og nýting getur haft í för með sér - ógn við sjálft eðli mannsins. Við rýnum í Öld eftirlitskapítalismans í Lestinni í dag.
Og við ræðum þá sex listamenn sem hljóta þóttu eiga framúrskarandi plötur í ár að mati Kraumsverðlaunanna.