Uppvakningaþættirnir Last of Us hafa notið mikilla vinsælda undanfarna mánuði, þættir sem byggja á samnefndum tölvuleik sem gerist 20 árum eftir heimsslit verða vegna óhugnalegrar farsóttar sem breytir fólki í blóðþyrsta zombía. Jóhannes Ólafsson ræðir við Hildi Knútsdóttur, rithöfund, og Baldvin Albertsson, hjá Vitar games um ástina í Last of Us.
Kristlín Dís Ingilínardóttir er stödd á ferðalagi og hún sendi okkur pistil frá gömlu heimaborg sinni, París. Hún segir okkur frá kynnum sínum af Pompidou safninu.
Mun gervigreind bjarga íslenskunni? Í Grósku í dag fór fram kynningarfundurinn 'Framtíðin svarar á íslensku'. Lestin kíkti á svæðið og ræddi við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdarstjóra Almannaróms og Angelu Jiang, vörustjóra hjá OpenAi. Við fáum að heyra hvernig það kom til að íslenska varð annað tungumálið sem spjallmennið ChatGPT lærði, á eftir ensku.