Alþjóðlegar tölur sýna að konur eru mun færri en karlmenn í stétt atvinnuljósmyndara. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að þær fangi viðfangsefnið með öðrum hætti en karlmenn. Þær dragist fremur að því að segja sögur og fanga tilfinningar. En hverskonar sögur fanga konur í ljósmyndun? Við ræðum við Heiðu Helgadóttir en hún er ein þriggja kvenljósmyndara sem koma fram á málþingi um efnið í kvöld.
Halldór Armand Ásgeirsson flytur sinn vikulega pistil frá Berlínarborg, en að þessu sinni fjallar hann um hækkaða húsnæðisleigu og sorgarferli í blokkinni þar sem hann býr.
Í dag eru 10 ár frá því að Chelsea Manning lak fyrstu skjölunum til wikileaks. Leki sem vakti mikla athygli á sínum tíma og hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf Manning.
Við höldum líka upp á annað afmæli, 135 ára afmæli sögunnar um Stikilsberjafinn, Huckleberry finn, eftirMark Twain
Tónlist í þættinum:
Astrud Gilberto - Photograph
Lady Gaga - Million Reasons
Destiny's Child - Bills, bills, bills
The Strokes - At the door