Í Lestinni í dag sökkvum við okkur ofan í hlaðvarpsþættina Wind of Change, en þar er rannsökuð sú samsæriskenning að samnefnd kraftballaða með þýsku hármetalsveitinni Scorpions hafi verið samin af bandarísku leyniþjónustunni CIA, til að grafa undan Sovétríkjunum. Rætt verður við Frey Eyjólfsson, samskiptastjóra Terra, um hlaðvarpsþættina.
Við veltum fyrir okkur húmor á tímum kórónaveirunnar. Laufey Haraldsdóttir ræðir við nokkra grínista og spyr hvort gera megi grín að þessum fordæmalausum tímum.
Og við kynnum okkur nýstárlegt fyrirbæri í hármenningu kvenna, aðferð til að lokka fram náttúrulega lokka: Curly Girl Method.