Nú á dögunum kom út mikið og þykkt safnrit, Handbók Oxford um Feminíska heimspeki, þar sem reynt er að ná utan um ýmsar stefnur og strauma, já og spurt hvað það eiginlega er, feminísk heimspeki. Annar ritstjóranna er Ásta Kristjana Sveinsdóttir prófessor í heimspeki við ríkisháskólann í San Francisco. Ásta sest um borð í Lest dagsins.
Við hringjum til Seyðisfjarðar og ræðum við tónlistarmanninn og plötuútgefandann Daníel Laxness, sem kallar sig Daníel Ness. Eins og nafnið gefur til kynna er Daníel barnabarnabarn nóbelsskáldsins en hann hefur alist upp og er allrajafna búsettur í London.
Og Lestin brunar svo til Hjalteyrar þar sem sýniningin Powerhouse/Spennistöð opnar um helgina. Þar koma saman verk ólíkra listamenn sem ekki hafa mæst áður: Vídeóverk, teikningar og skúlptúrar sem tendra vélarafl umhverfisins að nýju: Þenja strengi, byggja upp spennu, umbreyta, hreyfa og keyra áfram.