Hvað finnst okkur hljómar framtíðarlega og af hverju? Hvernig mun framtíðin hljóma? Verður hún hávær og vélræn, eða þvert á móti lágvær og lífræn? Í seinni hluta Lestarinnar í dag ætlum við að velta upp spurningum um hljóm framtíðarinnar og framtíðartónlist með þeim Pétri Eggertssyni og Þórönnu Dögg Björnsdóttur.
Og Júlía Margrét Einarsdóttir er með ferköntuð augu af sjónvarpsglápi að vanda. Í þetta sinn hefur hún verið að horfa á dönsku sakamálaþættina DNA.
Ber er hver að baki nema cher Cher eigi. Það kann að þykja cherkennilegt en við ætlum samt að tileinka hluta úr þætti dagsins cherlegra merkilegri poppgyðju, af engu cherstöku tilefni.