Apple forritið iTunes mun deyja drottni sínum með nýjustu uppfærslu Apple á stýrikerfi sýnu fyrir Mac tölvur, MacOS Catalinu, sem verður gefin út í haust. iTunes kom fyrst út árið 2001 og var í upphafi einöld tónlistarveita en óx svo fiskur um hrygg og þykir hafa haft gríðarleg áhrif á hvernig við neytum tónlistar. Í dag þykir það engu að síður eitt versta forrit Apple - hvað kom fyrir?
Við förum yfir málið með hjálp Gunnlaugs Reynis Sverrissonar.
Við kynnum okkur líka eina hraðast rísandi stjörnu í bókmenntaheimi Evrópu, hinn 26 ára gamla Edouard Louis. Í bókum sínum skrifar hann á opinskáan hátt um uppeldi sitt sem samkynhneigður drengur í harkalegu umhverfi fátæktar í smábæ í Norður-Frakklandi. Í kjölfarið er hann orðinn að einum helsta málsvara hinna undirokuðu í Frakklandi.
En við byrjum á trúnni, þeirri hversdagslegu og þeirri hátíðlegu. Karl Ólafur Hallbjörnsson dýfir sér í hringiðuna.