Kristinn R. Þórisson er viðmælandi Lestarinnar í dag. Hann er prófessor við Háskólann í Reykjavík og hefur fengist við rannsóknir á gervigreind í áratugi. Við ræðum við hann um DeepSeek, nýtt kínverskt gervigreindartól, spjallmenni sem gerir það sama og ChatGPT, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Við ræddum seinast við Kristinn fyrir tveimur árum og það var orðið tímabært að fá hann aftur í þáttinn til að ræða hvað hefur gerst á þessum tveimur árum. Hvað hefur breyst og hvað er eins.