Við greiðum fyrir góða veðrið með blóði okkar. Lúsmýið ætlar að éta Íslendinga lifandi og því seljast flugnafælur, ofnæmispillur og sterakrem eins og heitar lummur víða um land, seljast jafnvel upp. Bitum flugnanna fylgir nefnilega kláði, óbærilegur, sársaukafullur kláði og hann er í ofanálag smitandi. Við fjöllum um félagslegan og líkamlegan kláða í lestinni í dag.
Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar um framtíð skáldskaparins, vísindi og fantasíu, í pistli sínum í dag.
Djúpvefurinn er sá hluti veraldarvefsins sem er óaðgengilegur almennum leitarvélum.
Þórður Ingi Jónsson hefur sökkt sér ofan í djúpvefinn að undanförnu. Í pistli sínum í dag heyrir hann í kerfisfræðingi og nafnlausum viðmælanda sem þekkir til verslunar með vímuefni á dökkvefnum - þeim hluta djúpvefsins sem falinn er almenningi.
Við beinum sjónum okkar að kynlífsatriðum í bíómyndum og skoðum nýlega grein eftir kvikmyndagagnrýnanda Washington Post þar sem hann spyr hvort kynlífssenur séu á undanhaldi í Hollywood.
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibil Clausen