Hún hefur notið stöðugt aukinna vinsælda meðal ungra tónlistarunnenda og trónir á toppi Billboard listans ásamt Nicki Minaj en hún er einnig sökuð um kynþáttafordóma. Við kynnumst tónlistarkonunni Doja Cat.
Við heyrum um samning sem gerir Joe Rogan að best launaða útvarpsmanni heims.
Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í hryllingsmyndina Nightingale eftir Jennifer Kent, sem gerist í blóðugu stríði frumbyggja og enskra nýlenduherra í Tasmaníu árið 1825.
Og írska nýdiskódívan Roisin Murphy kemur við sögu.