Á undanförnum árum og sérstaklega síðustu mánuðum hefur orðið gríðarlegt stökk í færni gervigreindar til að búa til myndir af nánast hverju sem er. Tæknin verður æ öflugri og aðgengilegri almenningi. Nú fyrir jólin gafst íslendingum til að mynda tækifæri á að setja merkimiða á jólapakkana með fallegum jólamyndum teiknuðum af gervigreind. Merkimiðarnir fögru eru samstarfsverkefni svokallaðs útbreiðslulíkans og tölvunafræðingsins Hafsteins Einarssonar.
Árið 1996 setti fjölskyldufyrirtækið Purdue Pharma á markað glænýtt undralyf sem nefnist Oxycontin og átti að vera nokkurnveginn hættulaust og allra meina bót. Fljótt kom í ljós að lyfið væri afar ávanabindandi og stórhættulegt. Streymisveitan Hulu sendi í október frá sér glænýja þætti sem fjalla um þetta lyf og þær afleiðingar sem það hafði á bandarískt samfélag. Þættirnir eru aðgengilegir á Disney plus og Júlía Margrét Einarsdóttir horfði.
Hún féll eins og einfættur maður á skautum, en það þurfti þó sex tilraunir til. Sprengjusveit landhelgisgæslunnar barðist við vindmylluna á suðurlandsundirlendinu og hafði betur að lokum, ólíkt hinum margrómaða Don Kíkóta sem taldi sig eftir allt ekki vera að berjast við vindmyllur heldur risa. En myllurnar unnu þó athygli lesenda vísis þennan daginn, þrátt fyrir að miðillinn birti aðra og nokkuð sláandi frétt. Getur verið að birtingar baráttufólks á vindmyllum veraldarvefsins spili þar inn í?