Vetrarhátíð opnar í dag og stendur fram á laugardag, 150 viðburðir eru í boði fyrir fólk að kostnaðarlausu þar sem mikill fjöldi listamanna sýnir list sína. Einn viðburðurinn heitir Stríðið er raunverulegt / The struggle is real. Þar sýnir Curver Thoroddsen kvikmyndaverk í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu sem hann vann í samstarfi við rússneska kvikmyndagerðamenn. Ísskápurinn eru miðpunktur verksins og Curver sjálfur en hann er ekki í matarleit heldur bograr hann inn í skápinn vopnaður tusku og hreinsiefni. Verkið var gert í Moskvu skömmu fyrir Úkraínustríðið í kjölfar ritskoðunar á öðru verki listamannsins. Curver mætir um borð í Lestina í dag og segir betur frá.
Ásdís Sól Ágústsdóttir hefur verið að horfa á raunveruleikasjónvarp um fólk í leit að ástinni og í pistli dagsins fjallar hún um það hvernig ástin birtist í slíkum þáttum, sem nóg er af á streymisveitum þessi misserin.
Eftir 21 ár af æsingaráðgjöf um allt á milli himins og jarðar; megrun, vandræðaunglinga, missi, vímuefnanotkun, framhjáhald, og svo framvegis, hefur hinn vinalegi en strangi suðurríkjasálfræðingur Phil McGraw ákveðið að hætta með hina geysivinsælu þætti Dr. Phil. Við ræðum arfleifð þáttanna og sálgæslu í sjónvarpi við Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur og Ragnheiði Thorsteinsson.