Senn fer í hönd hátíð ljóss og friðar og samhliða því á sér stað eitt stærsta jólabókaflóð í manna minnum. Það streymir fram af krafti. Frá útgefendum skvettist það í hillur verslanna og þaðan í jólapakkana eða freyðir jafnvel til jólasveina sem láta það gossa í valda skó í gluggum. Svo hægist á flóðinu. Eftir áramót gutlar það rólega áfram í skilum og skiptum þar til það nánast staðnæmist. Seinna, löngu seinna, rekur það á fjörur bókabúðar einnar við Hverfisgötu. Þangað brunar Lestin í dag.
Óhófleg neyslumenning og offramleiðsla hefur reglulega borið á góma undanfarin ár í umræðum um loftslagsbreytingar. Þetta er helsta viðfangsefni hóps ungra listamanna sem eiga verk á sýningunni Af stað sem stendur yfir í Norræna húsinu alla aðventuna. Við ræðum við annan sýningarstjórann, Önnu Andreu Winther, um neysluhyggju og myndlist.
Við lifum í heimi þar sem við stöðugt hvött til að elta drauma okkar. Halldór Armand Ásgeirsson er hins vegar ekki sannfærður um gildi þessa eltingaleiks. Í pisli dagsins fjallar hann um ástríður mannsins og drauma.
Og Markús Bjarnason, tónlistarmaður tekur sér far með Lestinni og flytur lag af nýrri þröngskífu sinni, Counting Sad Songs.