Allt flug hefur verið stöðvað milli heimsálfa, landamærum hefur verið lokað, flæði fólks og vara þvert yfir hnöttinn hefur verið heft verulega vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Nú spá því sumir að einangrunarsinnaðir þjóðarleiðtogar muni grípa tækifærið og festa slíkt fyrirkomulag í sessi til frambúðar. Við veltum fyrir okkur framtíð hnattvædds samfélags í Lestinni í dag. Rætt verður við Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing.
Halldór Armand Ásgeirsson sendir okkur svipmyndir frá Berlín á tímum Covid-19. Þar eru upplýsingamiðar á veggjum, myllumerki á samfélagsmiðlum, og dómsdagsprepparar hlaupa um stórmarkaði að undirbúa sig fyrir heimsendi.
Bresk/íslensku indie pönkararnir í Dreamwife gefa út sína aðra plötu í sumar og gáfu út nýtt lag í síðustu viku af því tilefni. Við heyrum í söngkonu sveitarinnar Rakel Leifsdóttur og ræðum við hana um vegferð Dreamwife sem var stimplað sem stúlknaband í fyrstu en hefur nú öðlast einskonar „költ-status