Tónlistarbandalagið og útgáfuhópurinn Post-dreifing hefur komið eins og stormsveipur inn í Reykvískt rokktónlistarlíf á undanförnum tveimur árum, með ungæðislegri tilraunamennsku og pönkuðu viðhorfi. Nú um helgina kom út þriðja safnplata hópsins, Drullumall 3. Við ræðum við tvo meðlimi Post-dreifingar um þessa nýjustu útgáfu.
Á laugardag höfðu tæplega 50 þúsund einstaklingar tekið persónuleikapróf íslenskrar erfðagreiningar. Um leið veittu þessir tæplega 50 þúsund einstaklingar stórfyrirtæki aðgang að persónulegum heilsufars-upplýsingum sínum. Möguleikunum í notkun og misnotkun persónuupplýsinga fleygir fram og það er erfitt að sjá afleiðingarnar fyrir. Í dag heyrum við sögu af einum slíkum óvæntum afleiðingum, sögu af genabanka sem leiddi til handtöku raðmorðingja.
Hulda Hólmkelsdóttir heldur áfram að leiða okkur um heim K-poppsins. Í dag ræðir hún meðal annars skuggahliðar suður kóreyska tónlistarbransans.