Undanfarnar viku fór hópur alþjóðlegra listamanna farið daglega inn á fangelsið á Litla Hrauni og unnið list með vistmönnum. Í gær og fyrradag sýndu listamennirnir, bæði fangar og frjálsir, á Litla Hrauni og svo Eyrarbakka. Verkefnið er á vegum Sögu listavinnuseturs og félagasamtakanna Múrar Brotnir. Við ræðum við þrjá skipuleggjendur verkefnisins.
Drungalegur sumarslagari sem var saminn og tekinn upp á níunda áratugnum en kom ekki út fyrr en árið 2013 verður undir smásjánni í dag. DJarnir og hljómsveitin Johnny Blaze og Hakki Brakes komu með umrætt lag á USB-lykli og ræddu syntha, ölduhljóð og aðdáun sína á þessu lagi sem þeir spila á dj-settum, áður en gestir mæta, aðallega fyrir sjálfa sig.
Baltasar Kormákur sendi nýlega frá sér kvikmyndina Beast, skepnuna, um morðótt ljón sem heldur Idris Elba og fjölskyldu í gíslingu. Ásgeir Ingólfsson skoðar samband manna og ljóna í Hollywood og rýnir í Beast.