Á föstudag var frumsýnd framtíðar-geimmyndin Dune í leikstjórn Denis Villeneuve. Það hefur verið beðið eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu, ekki aðeins er þetta rándýr stórmynd frá einum heitasta kvikmyndagerðarmanni Hollywood, heldur er bók Frank Herberts frá 1965 sem myndin byggir á einhver mest selda og þekktasta vísindaskáldsaga seinni ára, margrómuð, haft gríðarleg áhrif í dægumenningunni, og alræmd fyrir að erfitt sé að aðlaga hana að kvikmyndaforminu. Við hringjum til New York í Lestinni í dag og ræðum við Kára Emil Helgason en íslensk þýðing hans á Dúnu er væntanleg.
Ólafur Þór Jóelsson, stjórnandi sjónvarpsþáttarins GameTíví lítur líka við. Hann hóf feril sinn í ötölvuleikjaumfjöllun í útvarpi, gerði garðinn frægan á PoppTíví hinu sáluga og fór þaðan á Stöð tvö og á streymisveitur. En það er ekki bara vettvangur umfjöllunarinnar sem hefur breyst heldur einnig eðli hennar, því einn helsti starfi tölvuleikjablaðamannsins Ólafs þessa dagana er að bókstaflega spila tölvuleiki í beinni útsendingu - öðrum til skemmtunar.
Og Kristlín Dís Ingilínardóttir flytur okkur pistil um ábyrgð, ástarævintýri með Dana og það sem hún kallar makleg málagjöld.