Edda Falak var einn af mest gúggluðu íslendingum síðasta árs samkvæmt auglýsingastofunni Sahara. Nafn hennar var slegið inn að meðaltali 2.380 sinnum á mánuði og skyldi engan undra; á þessum tíma í fyrra var hún svo til óþekkt í meginstraumnum en í mars tók hún þá afdrifaríku ákvörðun að stofna hlaðvarp.
Eigin konur varð fljótt eitt allra vinsælasta hlaðvarp landsins og er án efa það áhrifamesta, hefur leikið stórt hlutverk í feminískri umræðu síðasta árið og þá sérstaklega síðustu vikuna. Edda Falak tekur sér far með Lestinni í dag og ræðir fjölmiðlun, aktívisma og skilin þar á milli.