Metoo bylgja síðustu vikna fleytti sumum sögum upp á yfirborðið. Aðrar mara enn í undiröldunni. Undanfarið hefur ein slík risið hærra og hærra, saga af þjóðþekktum einstakling sem sagður er krefja fólk sem hann sængar með um undirritun NDA samnings ? nokkurs konar loforð um trúnað. En ef slíkir samningar eru gerðir, standast þeir lög? Við ræðum NDA samninga við Védísi Evu Guðmundsdóttur lögmann.
Á dögunum kom út bókin Eikonomics, hagfræði á mannamáli, þar sem Eiríkur Ragnarsson notar tæki hagfræðinnar til að velta fyrir sér hver á að vaska upp eftir matinn, af hverju fleiri atvinnuíþrótta eru fæddir í janúar en aðra mánuði, og af hverju tónlistarmenn verða óvinsælli með aldrinum.
Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir kemur svo við í Lestinni og segir frá heimildarmyndinni My Octupus Teacher, Kolkrabbakennarinn minn, sem fjallar um stórmerkilega vinátta manns og kolkrabba, mynd sem hlaut óskarsverðlaunin sem besta heimildarmyndin nú á dögunum.