Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá því að hinn sovéski Yuri Gagarín varð fyrsti maðurinn í geimnum, fór hringinn í kringum jörðina á klukkutíma og 48 mínútum. Við nýtum tilefnið og kíkjum með Atla Þór Fanndal á kaffihús en Atli er verkefnastjóri hjá geimvísinda- og tækniskrifstofunni Space Iceland.
Við höldum áfram að horfa á íslenska bíóklassík meðfram heimildarþáttunum Ísland: Bíóland sem eru sýndir um þessar mundir á RÚV. Í dag spjallar Ásgrímur Sverrisson leikstjóri þáttanna um stemningsmyndina Sódóma Reykjavík sem hefur öðlast stóran sess í dægurmenningu þjóðarinnar.
Og við heyrum um einkennisbúning íslensku húsmóðurinnar á seinni hluta 20. Aldarinnar, Hagkaupssloppinn sem var til á nánast hverja einasta heimili hér á landi.