Í september sögðum við frá ungri íranskri tónlistarkonu, Elham Fakouri sem var synjað um atvinnuleyfi á Íslandi, þrátt fyrir að hafa fundið sérhæft starf í sínu fagi hér á landi. Margt getur gerst á mánuði og einhvern veginn, er allt breytt.
Hvernig er tilhugalíf fráskyldra framakvenna á íslandi í dag, hvernig upplifa þær konur sem er talinn standa best í samfélaginu og ætti að geta notið ásta á jafningjagrundvelli. Þetta er rannsakar Berglind Rós Magnúsdóttir í grein í Ritinu sem kemur út á næstunni. Berglind Rós er einn stofnenda hins íslenskra ástarrannsóknafélags og einn ritstjóra væntanlegs sérheftis Ritsins sem er tileinkað er rómantískri ást í íslensku samfélagi ástinni og þeim breytingum sem við erum að upplifa.
Birta nefnist ný íslensk barnamynd sem verður frumsýnd á morgun. Myndin fjallar um hina kraftmiklu en auðtrúa Birtu sem tekur málin í sínar eigin hendur þegar hún heyrir móður sína segja í hálfkæringi að það verði engin jól vegna blankheita. Gunnar Ragnarsson rýnir í Birtu sem og kvikmyndina Last night in soho eftir Edgar Wright