Í byrjun vikunnar ræddi Lóa við þau Jakub Ziemann og Wiolu Ujazdowska sem eru bæði aðstandendur sýningarninnar Tu Jest Za Drogo sem er í sýningu þessa dagana á litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin er á pólsku og spjallið fór fram á ensku, sem er þægilegasta leiðin fyrir okkur til að ræða saman.
Gunnar Ragnarsson rýnir í nýjustu kvikmyndina um leðurblökumanninn, Batman eftir Matt Reeves. Robert Pattinson fer með hlutverk Bruce Wayne í fyrsta skipti, og túlkar hann sem mjög þjakaðan emó-batman, með úfið hár og klessta andlitsmálningu að ?gothara?-sið
Við hringjum á Akranes og heyrum um hryllingsmyndahátíðina Frostbiter sem er haldin í sjötta skipti um helgina. Meðal gesta verður leikstjórinn Greg Sestero sem er þó þekktastur sem leikari í myndinni sem er oft sögð versta kvikmynd allra tíma, The Room.
Svo fáum við Sabinu Westerholm forstjóra Norræna hússins og Elham Fakouri verkefnastjóra fjölmenningarverkefnis hússins í heimsókn og þær ræða um fjölbreytileika og rasisma.