Platan Renaissance kom út 29. Júlí síðastliðin, og hefur hún fengið góðar viðtökur hjá óvæntum hópi hlustenda, sem voru jafnvel ekki Beyoncé aðdáendur fyrir útkomu þessarar plötu. Beyoncé er lofuð af tónlistargagnrýnendum fyrir frábæra house tónlistog við ætlum að ræða hversu vel henni tókst til við Natalie Gunnarsdóttur, DJ Yamaho.
Sölvi Halldórsson pistlahöfundur deilir með okkur sögum af samskiptum sínum við nokkrar konur sem eiga það eitt sameiginlegt að heita allar Kristín, samskiptum sem hann dró lærdóm af. Haustið nálgast og Sölvi er farinn að leiða hugann að sultugerð.
Við segjum ykkur líka frá tónlistartímariti sem er orðið 40 ára, en hefur á því tímabili einbeitt sér að ýmis konar framsækinni og tilraunakenndri tónlist. Það heitir The Wire, Björk hefur tvisvar prýtt forsíðu þess og Sigur Rós einu sinni, en The Wire hóf göngu sína árið 1982 fyrst sem djasstímarit en síðar víkkuðu efnistökin, nema hvað vinsælustu tónlistina á hverjum tíma hefur tímaritið yfirleitt látið vera.