Halldór Armand hefur verið að horfa á nýjustu þáttaröð breska heimildarmyndagerðarmannsins Adam Curtis, sem nefnist Can?t Get you out of my head. Þessi 8 klukktutíma vídjóesseyja Curtis gerir tilraun til að greina tilurð samtímans í gegnum tilfinningar og persónulegar sögur fólks. Halldór Armand tengir hana við klassísk þemu um sjálfið og farsæld
Við pælum í borgaralegri óhlýðni og réttinum til að mótmæla. Hópur aðgerðasinna vill nú vekja athygli á því sem þau vilja meina að sé misnotkun íslenskra yfirvalda á 19. Grein lögregluyfirvalda, það er greinin sem segir að hlýða beri fyrirmælum lögreglu. Þau vilja meina að með víðri túlkun á greininni, handtökum, ákærum og dómum á grundvelli hennar, sé í raun búið að glæpavæða friðsöm mótmæli.
Kvikmyndargerðarmaðurinn Kristín Andrea Þórðardóttir tekur sér far með Lestinni í dag. Hún segir okkur frá heimildarmyndinni Er ást, sem hlaut áhorfendaverðlaunin Einarinn á Skjaldborgarhátíðinni í fyrra en verður loks tekin til almenna sýninga í Bíó Paradís á fimmtudag. Er ást segir söguna af sambandi tveggja listamanna, þeirra Þorvaldar Þorsteinssonar og Helenu Jónsdóttur, og staðsetur sig í sorginni sem fylgdi fráfalli Þorvaldar.