Undanfarin ár hefur sú skoðun orðið furðulega útbreidd að jörðin sé ekki hnöttur, eins og vísindin hafa haldið fram í nokkrar aldir, heldur flöt. Nokkur hópur fólks heldur því fram að vísindamenn sé þátttakendur í stóru samsæri eða hafi hreinlega rangt fyrir sér. Tómas Ævar Ólafsson hefur verið að kynna sér deilurnar og er hættur að vita hverju hann á að trúa.
Rapparar eru þekktir fyrir að nýta sér hinar ýmsu neysluvörur sem fylgihluti og áhersluauka. Í miðjum heimfaraldri er eftirsóttur hlífðarbúnaður og hinar ýmsu hreinlætisvörur farnar að skjóta upp kollinum í rappmyndböndum. Við rýnum í nokkur rappmyndbönd úr kófinu
Og við rifjum upp heimsókn Önnu Gyðu Sigurgísladóttur á vinnustofu Erró í París en við byrjum á Halldóri Armand Ásgeirssyni.
Í dag er hann að hugsa um skatta, lýðræði og hagkerfi sem riðar til falls.