Við höldum áfram í leiðangri okkar að finna sjálft internetið, reynum að skilja hvernig það virkar og reynum að snerta það. Við höfum skoðað ljósleiðaranetið innanlands, snert sæstrenginn sem tengir ísland við umheiminn og í dag heimsækjum við gagnaver.
Bókin Óorð er vissulega bók en hún er líka listi, settur saman af Jóni Gnarr yfir orð sem honum finnst af ýmsum ástæðum ?léleg?. Einhver orðanna eru að hans mati fúsk, önnur finnst honum hreinlega leiðinleg, en í öðrum tilfellum er hann hreinlega að berjast gegn því sem hann kallar kynjavanda íslenskunnar, og gildishlöðnum orðum yfir fólk, sjúkdóma og jafnvel dýr.
Við kíkjum á tvær nýjar kvikmyndir. The French Dispatch sem er nýjasta mynd kvikmyndaleikstjórans Wes Anderson. Og Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar brýtur odd af oflæti sínu og fer kvikmyndina Eternals, en það er aðeins önnur Marvel-ofurhetjumyndin sem hann sér.