Í kjallaranum á Þjóðarbókhlöðunni er Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur við Leikminjasafn Íslands, í óða önn að fara í gegnum upptökur úr safni Þjóðleikhússins. Allar þær upptökur, nánar tiltekið, sem varðveist hafa úr sýningum leikhússins frá upphafi. Við tökum lyftuna niður, lítum á VHS spólurnar, filmurnar, hljóðsnældurnar og DVD diskana og komumst að því að verkið er ærið.
Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival hefst í dag, í Reykjavík, en þetta er 11. árið sem hátíðin fer fram. Við tökum stöðuna á skipuleggjanda hátíðarinnar, Pan Thorarensen, sem hefur verið á þönum í allan dag, en þar setti gul viðvörun strik í reikninginn.
Og meme fréttaritari Lestarinnar, Laufey Haraldsdóttir flytur okkur pistil. Í dag er hún að velta fyrir sér birtingarmynd þessa fyrirbæris - internet gríns og táknmynda - á samfélagsmiðlinum TikTok.
Og við nefnum nýja íslenska kvikmynd sem var frumsýnd í gær, mynd sem er öll á pólsku.